Ég er svo aldeilis hlessa.
Með réttu átti að vera fiskur í matinn í gær en þar sem sonurinn átti afmæli var ekki svo. Ákvað ég að gera vel í fisk í dag. Fór í búð og keypti fisk í humarsósu og setti í ofninn. Já og ost yfir. Ég tek það fram að það var ekkert athugavert við réttinn og hann smakkaðist alveg eins og hann átti að gera en bragðlaukar okkar hafa heldur betur breyst. Við gátum einfaldlega ekki borðað matinn. Ekki ég, ekki Davíð Geir og ekki Anna Elísabet. Samt eru þau dugleg að borða fisk, vita að hann er á borðstólum allavega tvisvar í viku og taka því bara. Þannig að þetta er afgangs, ef einhver er svangur.
111
views
- 0
- 0
- Samsung GT-I9505
- 1/33
- f/2.2
- 4mm
- 400
Comments
Sign in or get an account to comment.